Dagur leikskólans
Dagur leikskólans er þann 6. febrúar ár hvert, sem ber upp á laugardag að þessu sinni. Í staðinn tökum við forskot á sæluna og höldum upp á daginn í dag, 5. febrúar.
Í Furuskógi hefur skapast sú hefð að bjóða foreldrum að taka þátt í leikskólastarfinu þennan dag, s.s. vera með í samverustund eða fara með í útinám svo eitthvað sé nefnt. Því miður höfum við ekki getað haldið þeirri hefð í ár vegna Covid-19, en gerum okkur dagamun í staðinn. Áhersla er lögð á útinámið og er stefnan sú að gera því hátt undir höfði, auk þess sem ýmislegt annað verður gert í starfinu yfir daginn. Í kaffinu verður svo boðið upp á tertu í tilefni dagsins.
Bráðum koma blessuð jólin
1.desember er mættur og jólaundirbúningurinn byrjaður. Leikskólarnir eru skreyttir og jólatréin komin upp. Engar breytingar verða á sóttvarnarreglum í sambandi við COVID-19 en við vinnum í kringum þær og höfum það kósý saman með hinum ýmsu jóladagskráum sem eru komnar á netið.
Ef þið viljið kíkja á heima þá eru nokkrir tenglar hér:
https://joladagatal.adventcalendar.com/
https://www.sos.is/skolamal/odruvisi-joladagatal
Bangsa- og náttfatadagur 2020
Þriðjudaginn 27.október 2020 mega börnin mæta í náttfötum og með bangsa.
Alþjóðlegi bangsadagurinn 27.október er afmælisdagur Theodore (Teddy) Roosevelt fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann var mikil skotveiðimaður og sagan segir að eitt sinn þegar hann var á veiðum hafi hann vorkennt litlum varnalausum bjarnahúni og sleppt honum. Washington Post birti skopmynd af þessum atviki. Búðareigandi einn í Brooklyn í New York varð svo hrifin af þessari sögu að hann bjó til leikfangabangsa sem hann kallaði Teddy's Bear og við það byrjuðu vinsældir leikfangabangsans eða teddy bear á ensku.
Bleiki dagurinn 16.okt 2020
,,Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu."
Við á Furuskógi ætlum svo sannarlega að mæta í bleiku á föstudaginn 16.október 2020 og hvetjum við ykkur foreldra til að klæða börnin í bleikt í tilefni dagsins.