Dagur leikskólans er þann 6. febrúar ár hvert, sem ber upp á laugardag að þessu sinni. Í staðinn tökum við forskot á sæluna og höldum upp á daginn í dag, 5. febrúar.
Í Furuskógi hefur skapast sú hefð að bjóða foreldrum að taka þátt í leikskólastarfinu þennan dag, s.s. vera með í samverustund eða fara með í útinám svo eitthvað sé nefnt. Því miður höfum við ekki getað haldið þeirri hefð í ár vegna Covid-19, en gerum okkur dagamun í staðinn. Áhersla er lögð á útinámið og er stefnan sú að gera því hátt undir höfði, auk þess sem ýmislegt annað verður gert í starfinu yfir daginn. Í kaffinu verður svo boðið upp á tertu í tilefni dagsins.