Á Huldusteini eru 17 börn fædd 2015-2016. Beinn sími á Huldustein er 4113535 og gsm er 6189651.
Á Huldusteini er sérstök áheyrsla lögð á lífsleikni, sjálfshjálp og dygðir. Markmið er að efla samkennd og virðingu meðal barnanna. Leiðir að því markmiði geta t.d. verið að þau hjálpi hvort öðru fataherberginu, biðji sessunaut sinn um að rétta sér og þakki fyrir sig. Þau eldri kenni þeim yngri, við hjálpumst við að taka til og halda hreinu í kringum okkur.Við erum góð hvert við annað og huggum ef einhver meiðir sig og biðjum fyrirgefningar ef okkur verður eitthvað á.